Fyrirspurn
Erindi frá Byggðastofnun, dags. 26. ágúst 2020, þar sem óskað er eftir athugasemdum sveitarstjórna um tillögu að skiptignu landsins í landssvæði og talningarsvæði.
Á landsbyggðinni hafa Hagstofan og Byggðastofnun skipt talningarsvæðunum niður eftir bestu vitund.
Samráð hefur verið haft við öll landshlutasamtökin utan höfuðborgarsvæðisins.
Þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbæ, Árborg, Akranesi og Akureyri hefur verið skipt upp eftir reiknirit, þar sem reynt var að finna skástu uppskiptingu með tilliti til lögunar smásvæðanna og innri líkinda hvað varðar húsnæðið.