Grenndarkynning vegna Smártún 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 31
20. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 59. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 13. janúar sl., liður 2. Grenndarkynning vegna Smáratúns 1. Tillagan felst í því að afmarka byggingarreit, skilgreina nýtingarhlutfall, hámarksfjölda hæða, ásamt því að skilgreina aðkomu að lóð. Erindið hefur verið grenndarkynnt og athugasemdir borist.
Tillagan var borin undir atkvæði og samþykkt með 3 atkvæðum gegn 2. Fulltrúar D-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni vegna fjölda athugasemda sem borist hafa. Lagt var til við bæjarstjórn að deiliskipulagsbreytingin yrði samþykkt.
Svar

Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Kjartan Björnsson, D-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Ari B. Thorarensen, D-lista taka til máls.

Forseti gerir hlé á fundinum kl. 17.43.

Fundi haldið áfram kl. 18.14.

Forseti leggur til að afgreiðslu á deiliskipulagstillögu fyrir Smáratún 1 á Selfossi verði frestað til næsta bæjarstjórnarfundar. Vilyrðishafa lóðarinnar ber í millitíðinni að leggja fram til skipulags- og byggingarnefndar teikningar af sænska húsinu eins og það mun koma til með að líta út á lóðinni í þrívídd til að hægt sé að átta sig á götumynd og útliti eftir þessar breytingar.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.