Tillaga frá UNGSÁ um trjárækt í sveitarfélaginu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fyrir hvert tré sem er höggvið niður skulu tvö tré vera gróðursett í stað þess. Ungmennaráð Árborgar leggur til að reglur verði settar um að hvert tré sem er höggvið niður skulu gróðursett tvö í stað þess. Þetta yrði gert til þess að stuðla að trjárækt í sveitarfélaginu og til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki og stofnanir geti eytt skógum okkar án afleiðinga. Við leggjum til að sveitarfélagið setji þessa reglu strax á stofnanir og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Síðar ætti að setja þessa reglu á öll tré í sveitarfélaginu. Við viljum að sveitarfélagið okkar sé skógi vaxið og jafnvel þakið skógi.
Svar

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.