Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fyrir hvert tré sem er höggvið niður skulu tvö tré vera gróðursett í stað þess.
Ungmennaráð Árborgar leggur til að reglur verði settar um að hvert tré sem er höggvið niður skulu gróðursett tvö í stað þess. Þetta yrði gert til þess að stuðla að trjárækt í sveitarfélaginu og til þess að koma í veg fyrir að fyrirtæki og stofnanir geti eytt skógum okkar án afleiðinga. Við leggjum til að sveitarfélagið setji þessa reglu strax á stofnanir og framkvæmdir á vegum sveitarfélagsins. Síðar ætti að setja þessa reglu á öll tré í sveitarfélaginu. Við viljum að sveitarfélagið okkar sé skógi vaxið og jafnvel þakið skógi.