Tillaga frá UNGSÁ um bensínstöðvar og rafhleðslustöðvar í sveitarfélaginu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 57
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi vísað til skipulags- og byggingarnefndar af fundi bæjarstjórnar þann 16. sept. s.l. UNGSÁ lagði til að bensínstöðvum verði ekki fjölgað í sveitarfélaginu, og í stað rísi hleðslustöðvar o.þ.h.
Svar

Orkuskipti í samgöngum munu gerast á næstu árum og áratugum. Nú þegar hafa lífyrirtækin farið að setja upp hleðslustöðvar á orkustöðvum, viðskiptavinum sínum til hagsbóta. Aðrir aðilar hafa einnig sett upp hleðslustöðvar. Markaðurinn mun því sjálfur laga sig að breyttum aðstæðum. Með færslu þjóðvegar nr 1 má búast við að orkustöðvar muni leitast við að færa sig nær umferðinni og því væri ekki gott að setja hömlur á það.

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir tillöguna og vísar henni til starfshóps um endurskoðun aðalskipulags Árbogar.