Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að engar fleiri bensínstöðvar verði byggðar og fjölga rafhleðslustöðvum í Árborg.
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að engar fleiri bensínstöðvar komi til sveitarfélagsins og þvert á móti reyni með öllu móti að bola þeim í burtu. Í stað bensínstöðva skulu hér rísa hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla o.þ.h. Við viljum gera sveitarfélagið okkar rafbílavænasta sveitarfélag á Íslandi. Þetta myndi stuðla að minnkun svifriks í bæjarkjörnum sveitarfélagsins og einnig minnka gróðurhúsaáhrif vegna útblásturs bíla með sprengihreyfla.