Tillaga frá UNGSÁ um bensínstöðvar og rafhleðslustöðvar í sveitarfélaginu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að engar fleiri bensínstöðvar verði byggðar og fjölga rafhleðslustöðvum í Árborg.
Ungmennaráð Árborgar leggur til að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að engar fleiri bensínstöðvar komi til sveitarfélagsins og þvert á móti reyni með öllu móti að bola þeim í burtu. Í stað bensínstöðva skulu hér rísa hleðslustöðvar fyrir rafmagnsbíla o.þ.h. Við viljum gera sveitarfélagið okkar rafbílavænasta sveitarfélag á Íslandi. Þetta myndi stuðla að minnkun svifriks í bæjarkjörnum sveitarfélagsins og einnig minnka gróðurhúsaáhrif vegna útblásturs bíla með sprengihreyfla.
Svar

Ásrún Aldís Hreinsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til eigna- og veitunefndar og skipulags- og byggingarnefndar.