Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukin fræðsla verði um jafnrétti í grunnskólum sveitarfélagsins.
Ungmennaráð Árborgar leggur til að aukin fræðsla verði um jafnrétti í skólum. Á sumrin er jafningjafræðsla í vinnuskóla Árborgar en það eru ekki allir sem taka þátt í vinnuskólanum og því finnst okkur mikilvægt að það sé líka í skólum á veturna. Það er mikilvægt að allir krakkar í grunnskólum læri um jafnrétti og hvernig það er hægt að vera á móti ójafnrétti. Fræðsla frá jafningjum gefur þeim tækifæri til að tengjast betur umræðuefninu. Við stingum upp á því að hafa allavegana einn tíma í mánuði um jafnrétti og frá jafningjum að lágmarki einu sinni á önn. Ungmennaráð Árborgar ályktar að þetta myndi minnka fordóma í sveitarfélaginu til frambúðar.