Tillaga frá UNGSÁ um að lífsleikni- og sundtíma
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að Lífsleikni og Sundtímar verði tvöfaldaðir.
Ungmennaráð Árborgar telur að sundtímar og lífsleiknitímar verði betur nýttir verði þeir tvöfaldir aðra hverja viku. Þeim yrði skipt þannig að eina vikuna væri tvöfaldur sundtími og svo hina vikuna tvöfaldur lífsleiknitími. Þetta myndi betrumbæta margt í stundatöflu nemenda því einmitt núna þurfa sumir nemendur að fara fyrr úr tíma til að ná sundrútu og þurfa að mæta seint í tímann eftir sund vegna þess að sundrútan fer á ákveðnum tíma og getur tekið allt að korter af næsta tíma. Hægt væri að nýta lífsleikni tíma í fræðslur sem oft tæki lengri tíma en 40 mínútur á borð við kynfræðslu, jafningjafræðslu og gesta fyrirlesara.
Svar

Helena Freyja Segler tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til fræðslunefndar.