Tillaga frá UNGSÁ um gangbraut yfir Engjaveg við Sigtún á Selfossi.
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að máluð verði gangbraut yfir Engjaveg við Sigtún.
Ungmennaráð Árborgar telur að gangbraut yfir Engjaveg við Sigtún myndi bæta öryggi gangandi og hjólandi vegfaranda sem ferðast þessa leið oft eða jafnvel daglega. Það skapar mikla hættu að hafa enga gangbraut á umferðamikilli götu og gæti valdið umferðaslysi. Börn hafa ekki gott fjarlægðarskyn og eiga því erfitt að greina fjarlægð bíla á fullri ferð. Yfir þessa götu er oft farið þegar sótt er þjónustu hér í kring og æskilegt væri þá að vera með gangbraut sérstaklega þegar nýr miðbær er risinn.
Svar

Agnes Ósk Ægisdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til skipulags- og byggingarnefndar.