Tillaga frá UNGSÁ um flokkun í skólum og byggingum sveitarfélagsins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 27
16. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að lögð verði áhersla á flokkun í skólum og öðrum almennum byggingum sveitarfélagsins. Ungmennaráði Árborgar finnst áhersla á flokkun nauðsynleg vegna þess að við viljum halda jörðinni hreinni og einnig viljum við fræða yngri kynslóðir mikilvægi flokkunar. Ungmennaráðið vil að flokkað verði plast, pappa, lífrænt sorp, almennt sorp og flöskur og dósir. Ástæðan fyrir því að við leggjum þetta til er sú að okkur finnst að ýta þurfi undir mikilvægi flokkunnar og þekkingu krakka á henni fyrir komandi framtíð. Bæta þyrfti líka aðstöðu í mörgum skólum og kenna þá krökkum sömuleiðis hvernig flokkunin myndi virka á hverjum stað fyrir sig. Þetta myndi líka vera skref í rétta átt og í takt við umræður um loftlagsbreytingar á seinustu árum.
Svar

Kristín Ósk Guðmundsdóttir tók til máls f.h. ungmennaráðs.

Að loknum umræðum samþykkir bæjarstjórn samhljóða að vísa tillögunni til umhverfisnefndar.