Fyrirspurn
Ungmennaráð Árborgar leggur til að Ungmennaráð Árborgar fái greidd full fundarsetulaun, ásamt því að fá greidd laun sem áheyrnarfulltrúar.
Ungmennaráð Árborgar leggur til að fundarlaun verði hækkuð úr hálfum í full fundarlaun. Ástæðan fyrir því að okkur finnst þetta er vegna þess að við teljum okkur vera alveg jafn mikilvæg og aðrir nefndarmenn Árborgar. Þess vegna ættu launin að vera í samræmi við það, við fundum mjög reglulega og höfum haft mikið fyrir stafni seinustu ár. Sem áheyrnarfulltrúar að þá finnst okkur að við ættum að fá borgað líkt og aðrir nefndarmeðlimir. Ungmennaráðið leggur jafn mikinn tíma, vinnu og metnað í starf sitt líkt og meðlimir annara nefnda.