Kynning á Sinfóníuhljómsveit Suðurlands
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 87
17. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Undanfarin tvö ár hefur verið unnið að stofnun klassískrar hljómsveitar á Suðurlandi og þann 16. september n.k. er fyrsti tónleikadagur hljómsveitarinnar. Fyrsta verkefni Sinfóníuhljómsveitar Suðurlands eru tónleikar fyrir börn í sunnlenskum grunnskólum. Á þessum fyrstu tónleikum heimsækir skólana 14 manna klassísk hljómsveit undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar, ásamt sögumanni, og flytur nemendum 40 mínútna dagskrá. Hljómsveitin er að stærstum hluta skipuð hljóðfæraleikurum á Suðurlandi enda er það eitt af meginmarkmiðum með stofnun hljómsveitarinnar.
Þessir tónleikar eru styrktir af Uppbyggingarsjóði SASS, Tónlistarsjóði, List fyrir alla, Kaffi Krús, Seti röraframleiðslu og Sigtúni þróunarfélagi.
Svar

Bæjarráð fagnar því að Sinfóníuhljómsveit Suðurlands hafi nú tekið til starfa og óskar henni velfarnaðar í framtíðinni.