Byggðakvóti fiskveiðiársins 2020-2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 87
17. september, 2020
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá atvinnu- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 11. september 2020, um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga og sérreglur sveitarfélaga um úthlutun byggðakvóta. Vilji sveitarstjórn leggja til að sett verði sérstök skilyrði varðandi úthlutun byggðakvóta sveitarfélagsins eða einstakra byggðarlaga skal skila rökstuddum tillögum til ráðuneytisins eigi síðar en 15. október 2020.
Svar

Bæjarráð samþykkir að útfærsla Svf. Árborgar tryggi sem fyrr að landa megi afla í Þorlákshöfn og að ekki skipti máli hvar hann er unnin innan sveitarfélagsins. Bæjarstjóra falið að tilkynna um útfærslu til atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis.