Frístunda- og menningarnefnd - 13
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 90
15. október, 2020
Annað
Fyrirspurn
13. fundur haldinn 12. október.
Svar

12.2. 2008074 - Áherslur FMÁ í fjárhagsáætlun 2021 Farið yfir drög að fjárhagsáætlun þeirra málaflokka sem heyra undir nefndina. Niðurstaða 13. fundar frístunda- og menningarnefndar Fram koma að helstu tillögur í fjárhagsáætlun 2021 væri viðbót við frístundastyrk til barna þar sem skoðað yrði að bæta við yngri árgöngum en í dag er styrkurinn fyrir 5-17 ára börn. Starfsmanni falið að móta tillögur í framhaldi af umræðu nefndarinnar.
Nefndin leggur ríka áherslu á að starf Lýðheilsufulltrúa sé inn í fjárhagsáætlun en sá starfsmaður kæmi að vinnu við verkefnið heilsueflandi samfélag, framfaravog sveitarfélaga og fleiri forvarna- og lýðheilsutengd verkefna þvert á svið sveitarfélagsins. Umræða um hversu mikilvægt það sé að sveitarfélagið hugsi til framtíðar og leggi grunn að verkefnum sem spari fjármuni seinna meir.
Rætt um samninga vegna framkvæmda hátíða og íþrótta- og frístundafélaga sem eru í endurskoðun og leggur nefndin til við bæjarráð að ákveðið fjármagn vegna endurskoðun slíkra samninga verði tryggt í fjárhagsáætlun næsta árs. Um er að ræða t.d. samninga við
- Björgunarfélag Árborgar
- Hestamannafélagið Sleipnir
- Skátafélagið Fossbúa
- Rekstur Selfossvallar við Umf. Selfoss
- Íþróttafélagið Suðri
- Körfuknattleiksfélag Selfoss - Samstarf um rekstur kvennaliðs
- Framkvæmd Sumars á Selfossi, Bryggjuhátíðar, Jónsmessu og fleiri hátíða
Niðurstaða þessa fundar Niðurstaða 13. fundar Frístunda- og menningarnefndar er vísað til fjárhagsáætlunargerðar á fjölskyldusviði. 12.4. 2009512 - Endurskoðun erindisbréf ungmennaráðs Árborgar 2020 Tekið til umræðu eftir að hafa verið vísað til nefndarinnar af 87. fundi bæjarráðs. Niðurstaða 13. fundar frístunda- og menningarnefndar Fjallað um drög að erindisbréfi UNGSÁ (Ungmennaráðs Árborgar) sem unnið var af ungmennaráði og nefndin lagði til við bæjarráð á 12. fundi að yrði samþykkti. Eftir umræðu um alla þætti erindisbréfsins er ályktun Frístunda- og menningarnefndar óbreytt milli funda enda telur nefndin að UNGSÁ hafi unnið gott starf við endurskoðun erindisbréfsins og fært rök fyrir sínum tillögum. Má þar benda sérstaklega á að hlutfall einstaklinga í ráðinu sem eru 18 ára og eldri er mjög lágt eða að jafnaði 1-3 einstaklingar af 13 í ráðinu.
Sveitarfélagið Árborg er að mati nefndarinnar að starfa í anda Æskulýðslaganna, nr.70/2007 og má vera gríðarlega stolt af framgöngu UNGSÁ undanfarin ár sem og öðru íþrótta- og frístundastarfi sem falla undir umrædd lög. Enn fremur má benda á að fulltrúar í UNGSÁ sem hafa starfað lengur en til 18 ára aldurs með ráðinu hafa hafa áfram sýnt áhuga á þátttöku í málefnum nærsamfélagsins.
Frístunda- og menningarnefnd leggur því til við bæjarráð að erindisbréf Ungmennaráðs Árborgar verði samþykkt óbreytt.
Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð frestar því að taka afstöðu til erindisbréfs ungamennaráðs og óskar eftir fundi með fulltrúum frístunda- og menningarnefndar um málið.