Skipulags og byggingarnefnd - 54
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 92
29. október, 2020
Annað
Svar

10.15. 2010225 - Framkvæmdaleyfisumsókn fyrir jaðrvegsskiptum - Miðbær Sigurður Einarsson, arkitekt, sótti f.h. lóðarhafa um framkvæmdaleyfi fyrir jarðvegskiptum á lóðum við Eyraveg, Kirkjuveg og Miðstræti vegna gatnagerðar við Miðstræti og bílastæða á baklóðum skv. skipulagi. Niðurstaða 54. fundar skipulags- og byggingarnefndar Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt. Nefndin fer fram á að við jarðvinnu fari fram botnúttekt og þjöppuprófanir á svæði C3 í umsóknargögnum í samráði við byggingarfulltrúa. Nefndin fer einnig fram á verkáætlun framkvæmdarinnar. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfi verði veitt fyrir jarðvegsskiptum á lóðum við Eyraveg, Kirkjuveg og Miðstræti vegna gatnagerðar við Miðstræti og bílastæða á baklóðum skv. skipulagi.