Skipulags og byggingarnefnd - 55
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 94
12. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
55. fundur haldinn 4. nóvember.
Svar

6.9. 2010307 - Framkvæmdaleyfisumsókn vegna frágangs á jarðvegstipp - Lækjarmót Sótt um framkvæmdarleyfi vegna frágangs á jarðvegstipp við Lækjarmót. Lokaáætlun lögð fram. Umsækjandi: Sveitarfélagið Árborg. Niðurstaða 55. fundar skipulags- og byggingarnefndar Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna frágangs á jarðvegstipp - Lækjarmót. 6.13. 2010023 - Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar Sótt um framkvæmdarleyfi til að leggja hitaveitu frá Tryggvagötu við Suðurhóla að fyrirhugaðri vegtengingu Suðurhóla og Hólastekks.Umsækjandi: Selfossveitur bs. Niðurstaða 55. fundar skipulags- og byggingarnefndar Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarráð að framkvæmdaleyfið verði veitt með fyrirvara um nánari útfærslu á þverun aðkomu að Fossmúla í samráði við Skipulagsfulltrúa. Niðurstaða þessa fundar Bæjarráð samþykkir að veita framkvæmdaleyfi vegna hitaveitulagnar með fyrirvara um nánari útfærslu á þverun aðkomu að Fossmúla í samráði við skipulagsfulltrúa.