Kaup á lóð að Kirkjuvegi 18
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 29
30. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 91. fundi bæjarráðs frá 22. október sl., liður 12. Kaup á lóð að Kirkjuvegi 18.
Kauptilboð í sökkul húss við Kirkjuveg 18, Selfossi.
Bæjarráð lagði til við bæjarstjórn að kaup sveitarfélagsins á lóðinni yrðu samþykkt. Samhliða yrði lögð fram tillaga að viðauka vegna málsins.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista, Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri, Eggert Valur Guðmundsson, S-lista og Kjartan Björnsson, D-lista tóku til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 8 atkvæðum. Kjartan Björnsson, D-lista, víkur af fundi við afgreiðslu málsins.