Umboð til bæjarritara
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 93
5. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Bæjarstjóri lagði til að bæjarritara, sem er staðgengill bæjarstjóra, yrði í hans fjarveru veitt umboð til undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.
Svar

Bæjarráð samþykkir að bæjarritari hafi, líkt og bæjarstjóri, umboð til undirrita skjöl varðandi kaup og sölu fasteigna sveitarfélagsins, lántökur og ábyrgðir svo og önnur skjöl sem fela í sér skuldbindingar eða ráðstafanir sem samþykki bæjarstjórnar þarf til.