Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Nauthagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 33
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 62. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. febrúar sl., liður 4. Óveruleg breyting á aðalskipulagi - Nauthagi.
Breytingin tekur til svæðis sem skilgreint er sem almennt útivistarsvæði í gildandi aðalskipulagi ú2. Reiturinn ú2 vestan Nauthóla er um 8.000 m2 að stærð. Stofnuð verður stök 1.800 m2 íbúðarlóð og mun reiturinn því minnka um tilsvarandi stærð og verða eftir breytingu um 6.200 m2.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á aðalskipulagi yrði samþykkt í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.