Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi
Hásteinsvegur
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 57
2. desember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Vísað til nefndarinnar af afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þann 25. nóv. s.l. Áður á fundi nefndarinnar þann 21. okt. s.l., málsnúmer 2010188, þar sem spurt var um byggingu bílgeymslu og hækkun á íbúðarhúsi um 30 sm. Óskað var eftir gögnum til grenndarkynningar.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir vel unnin gögn. Nefndin telur að hagsmunaaðilar grenndarkynningar séu eingöngu málsaðili og Sveitarfélagið Árborg og grenndarkynning því óþörf. Lagt er til við bæjarráð að fyrirspurn um byggingu bílgeymslu verði samþykkt.

825 Stokkseyri
Landnúmer: 165797 → skrá.is
Hnitnúmer: 10091793