Ábyrgð á láni til Brunavarna Árnessýslu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 29
30. nóvember, 2020
Annað
Fyrirspurn
Ábyrgð Sveitarfélagsins Árborgar vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr.
Svar

Bókun vegna lántöku Brunavarna vegna kaupa á stigabíl 2020:

Sveitarfélagið Árborg samþykkir hér með að veita einfalda ábyrgð vegna lántöku Brunavarna Árnessýslu hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 100.000.000 kr., í samræmi við skilmála láns til ársins 2034 eins og þeir verða á þeim tíma er lánið er tekið. Er ábyrgð þessi veitt sbr. heimild í 2. mgr. 69. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, og er hún óskipt (in solidum) gagnvart kröfuhafa, en innbyrðis skiptist hún í hlutfalli við eignarhluti í Brunavörnum Árnessýslu. Lánið er tekið í tvennu lagi, 30 millj.kr. á árinu 2020 og 70 millj.kr. á árinu 2021.
Sveitarfélagið Árborg veitir lánasjóðnum veð í tekjum sínum til tryggingar þeirri ábyrgð, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sömu laga. Ábyrgðin tekur til allra greiðslna sem og hvers kyns kostnaðar sem hlýst af vanskilum. Er lánið tekið til að fjármagna kaup á nýjum stigabíl til slökkvistarfa sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Sveitarfélagið Árborg skuldbindur hér með sveitarfélagið sem eiganda Brunavarna Árnessýslu til að breyta ekki ákvæði samþykkta Brunavarna Árnessýslu sem leggur hömlur á eignarhald að félaginu að því leyti að félagið megi ekki fara að neinu leyti til einkaaðila.
Fari svo að Sveitarfélagið Árborg selji eignarhlut í Brunavörnum Árnessýslu. til annarra opinberra aðila, skuldbindur Sveitarfélagið Árborg sig til að sjá til þess að jafnframt yfirtaki nýr eigandi á sig ábyrgð á láninu að sínum hluta.
Jafnframt er Gísla Halldóri Halldórssyni kt. 151066-5779 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að staðfesta f.h. Sveitarfélagsins Árborgar veitingu ofangreindrar ábyrgðar með áritun á lánssamninginn.

Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson tóku til máls.

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.