Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 56
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 59
13. janúar, 2021
Annað
‹ 5
6
Svar

6.1. 2012148 - Túngata 38 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Aðal byggingarstjórinn ehf sækir um byggingaráform / byggingarleyfi fyrir parhúsi byggt úr timbri.

Helstu stærðir 246,6m² 1112,4m³ Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að hæðarkóta verði bætt við og snið lagfærð.




Niðurstaða þessa fundar 6.2. 2012091 - Norðurleið 15 - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi NOR15 sækir um byggingaráform og byggingarleyfi fyrir stálgrindarhúsi á Norðurleið 15. Tvö iðnaðarbil sem verða notuð undir léttan iðnað.
Helstu stærðir 494,4m² 2952,5m³ Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Framkvæmd samræmist ekki ákvæðum í gr.5.3 og 5.5. greinargerð deiliskipulags.
Erindinu hafnað Niðurstaða þessa fundar 6.3. 2010292 - Gagnheiði 23 - Umsókn um breytingu á útliti Agnar Pétursson sækir um leyfi til þess að breyta atvinnuhúsnæði að innan og bæta við útkeyrsluhurð. Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Minniháttar framkvæmd sem er tilkynningarskyld samanber gr. 2.3.5. í byggingareglugerð. Ekki eru gerðar athugasemdir við byggingaáform. Niðurstaða þessa fundar 6.4. 2011215 - Hásteinsvegur Sæhvoll - Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi Valdimar Erlingsson sækir um byggingaráform / byggingarleyfi fyrir bílskúr við íbúðarhús.
Helstu stærðir 60m² 1112,4m³ Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Fyrir liggja gögn skv. byggingarreglugerð gr. 2.4.2.
Byggingaráform samþykkt með fyrirvara á að byggingarlýsing verði uppfærð samanber gr.4.3.9. í byggingarreglugerð.

Niðurstaða þessa fundar 6.5. 1905434 - Austurvegur 39 - Umsókn um byggingarleyfi, svalalokun Málið var áður á dagskrá á 21. fundi.
Kristinn Ragnarsson hönnunarstjóri f.h. húsfélagsins sækir um leyfi til að koma fyrir svalalokunum á 8 íbúðir á 2. og 3. hæð hússins. Fyrir liggja uppdrættir KRark og bréf eigenda þar sem staðfest er að á húsfundi 26. september 2018 hafi framkvæmdin verið samþykkt. Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Samþykkt er að byggingarleyfi verði veitt. Niðurstaða þessa fundar 6.6. 2101027 - Byggingarleyfisumsókn - Larsenstræti 4 Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Frekari gögn vantar, byggingarfulltrúa falið að hafa samband við umsækjanda.
Afgreiðslu frestað. Niðurstaða þessa fundar 6.7. 2001065 - Tryggvagata 32 - Umsagnarbeiðni vegna umsóknar um starfsleyfi Heilbrigðiseftirlit Suðurlands óskar eftir umsögn vegna starfsleyfis við Tryggvagötu 32.
Áður á fundi 13.01.2020.
Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Byggingarfulltrúi leggst gegn útgáfu starfsleyfis þar sem starfsemin samræmist ekki skipulagi, samþykki meðeigenda liggur ekki fyrir og önnur fyrirliggjandi gögn eru ófullnægjandi.
Niðurstaða þessa fundar 6.8. 2012180 - Byggðarhorn 32 - Umsókn um stöðuleyfi Ottó Sturluson sækir um stöðuleyfi vegna gáma sem hann ætlar sér að nota tímabundið sem skjól fyrir hross á hesthúsgrunni. Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Samþykkt er að veita stöðuleyfi frá 01.01.2021 til 01.06.2021 Niðurstaða þessa fundar 6.9. 2012182 - Austurvegur 23 - Umsókn um stöðuleyfi vegna flugeldasölu Hjálparsveitin Tintron sækir eftir stöðuleyfi fyrir 2 gáma vegna flugeldasölu. Niðurstaða 56. fundar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa Byggingarfulltrúi tilkynnir fundi að hann hefur gefið út stöðuleyfi fyrir hjálparsveitina frá 23.12.2020 - 08.01.2021
Niðurstaða þessa fundar