Umsögn - frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna, 354. mál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 99
7. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, þar sem óskar var eftir umsögn um frumvarp til laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. mál 354.
Sviðsstjóri fjölskyldusviðs telur mega fagna þessu frumvarpi en það ætti að stuðla að aukinni farsæld barna og meira samráði allra er að málefnum þeirra koma hér á landi. Hins vegar þarf að tryggja aukna fjármuni til sveitarfélaga þar sem margt í frumvarpinu kallar á að þau setji enn meiri fjármuni þróunarstarf í velferðar- og skólaþjónustu. Í því sambandi þarf að horfa til næstu 10 ára á meðan unnið er að þróun verklags og styrkingu þverfaglegrar samvinnu ýmissa stofnana ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka.
Svar

Bæjarráð bendir á að tryggja þarf aukna fjármuni til sveitarfélaga þar sem margt í frumvarpinu kallar á að þau setji enn meiri fjármuni í þróunarstarf í velferðar- og skólaþjónustu. Í því sambandi þarf að horfa til næstu 10 ára á meðan unnið er að þróun verklags og styrkingu þverfaglegrar samvinnu ýmissa stofnana ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka.