Bæjarráð bendir á að tryggja þarf aukna fjármuni til sveitarfélaga þar sem margt í frumvarpinu kallar á að þau setji enn meiri fjármuni í þróunarstarf í velferðar- og skólaþjónustu. Í því sambandi þarf að horfa til næstu 10 ára á meðan unnið er að þróun verklags og styrkingu þverfaglegrar samvinnu ýmissa stofnana ríkis og sveitarfélaga og félagasamtaka.