Umsögn - frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 99
7. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá velferðarnefnd Alþingis, dags. 17. desember, þar sem óskar var eftir umsögn um frumvarp til laga um Barna- og fjölskyldustofu, 355. mál.
Umsögn sviðsstjóra fjölskyldusviðs; Fagna ber þessu frumvarpi en Barna- og fjölskyldustofa er ætti að auðvelda ríki og sveitarfélögum að efla þjónustu við börn og vinna enn betur að velferð þeirra. Hins vegar er eðliegt að bæta við síðustu setningu í 3. grein frumvarpsins þar sem fjallað er um meginhlutverk.
Eftir breytingu verði hún þá svona: Barna og og fjölskyldustofa þjónar landinu öllu og því skal hún einnig hafa samvinnu við sveitarfélögin og heilsugæslustöðvar.
Svar

Bæjarráð fagnar þessu frumvarpi en Barna- og fjölskyldustofa er ætti að auðvelda ríki og sveitarfélögum að efla þjónustu við börn og vinna enn betur að velferð þeirra. Hins vegar er eðlilegt að bæta við síðustu setningu í 3. grein frumvarpsins þar sem fjallað er um meginhlutverk.

Eftir breytingu verði hún þá svona:
Barna og og fjölskyldustofa þjónar landinu öllu og því skal hún einnig hafa samvinnu við sveitarfélögin og heilsugæslustöðvar.