Opnunartími skrifstofu sveitarfélagsins
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 99
7. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Í ljósi ákvarðana um vinnutímastyttingu dagvinnufólks þarf að taka ákvörðun um opnunartíma á skrifstofum sveitarfélagsins. Opnunartími er nú frá 9:00 til 16:00 dag hvern. Tillögur að styttingu í Ráðhúsi Árborgar gera ráð fyrir að ekki verði teknir matar- eða kaffitímar og að vinnudegi ljúki klukkan 15:12. Tillaga skrifstofufólks Austurvegi 67 gerir ráð fyrir að vinnudegi ljúki klukkan 14:30 á föstudögum.
Svar

Bæjarráð samþykkir að opnunartími á skrifstofum Árborgar verði frá 9:00 til 15:00. Á Austurvegi 67 verði þó, á föstudögum, lokað klukkan 14:30. Þessi opnunartími verður endurmetinn fyrir 1. apríl í ljósi reynslunnar.