Fyrirspurn
Iron Fasteignir hafa lagt fram fyrirspurn, um hvort leyfi fáist til að hækka tilvoanandi mannviki á lóð úr 6,5m á hæð í 7,0m hæð. Fyrirspurn er tilkomin vegna uppbyggingar á þaki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkti á fundi 9.2.2022 að breyttir uppdrættir skyldu grenndarkynntir í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynning hefur farið fram og var tillagan kynnt fyrir eigendum fasteigna við Heiðarveg 2,3,4 og Kirkjuveg 8,8a,8b,10,12,14,16. Gefinn var frestur til 9.3.2022 til að koma á framfæri athugasemdum eða ábendingum. Á fundi nefndarinnar 9.3.2022 var fyrirspurn tekin til afgreiðslu eftir grenndarkynningu og var samþykkt að vísa fyrirspurninni til afgreiðslu byggingarfulltrúa, þar sem ekki höfðu borist athugasemdir. Eftir að fundi lauk uppgötvaðist að það hafði borist ein athugasemd frá eigendum Kirkjuvegs 10-12 á Selfossi, þar sem áformum um hækkun húss er mótmælt, og muni sú hækkun hafa áhrif á skuggavarp í bakgarði húss.