Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús
Eyravegur 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 83
15. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram að lokinni auglýsingu nýtt deiliskipulag fyrir lóðina Eyravegur 26-30 á Selfossi. Markmið deiliskipulags er að byggja tvær hæðir til viðbótar ofan á núverandi hús á lóð nr. 26, en þar eru 35 litlar íbúðir. Með framkvæmdinni mun íbúðum í húsinu fjölga um u.þ.b. 16 og verða þá samtals 51 íbúðir. Lóð 28-30 er óbyggð og þar er gert ráð fyrir að muni rísa fjölbýlishús á 4 hæðum með allt að 54 íbúðum, auk heimildar fyrir verslunar- og þjónusturýmis í kjallara. Lýsing tillögunnar var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Deiliskipulagstillagan var auglýst skv. 41. gr. Skipulagslaga nr. 123/2010, í Lögbirtingarblaði, Dagskránni og Fréttablaðinu 27. október 2021 og var gefinn athugasemdafrestur til 8. desember 2021. Engar athugasemdir bárust.
Svar

Í umsögn Vegagerðarinnar er gerð athugasemd við fjölda tenginga frá Eyravegi. Brugðist hefur verið við athugasemd Vegagerðar og tengingum fækkað um eina. Gerð hefur verið óveruleg breyting á uppdrætti og greinargerð. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

800 Selfoss
Landnúmer: 188511 → skrá.is
Hnitnúmer: 10073426