Deiliskipulag fyrir fjölbýlishús
Eyravegur 26
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 40
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillagaf frá 78. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 6. október, liður 5. Deiliskipulagsbreyting - Eyravegur 26-30. Oddur Hermannsson f.h. Bjarna Kristjánssonar lagði fram tillögu að deiliskipulagi fyrir Eyraveg 26-30, Selfossi. Lýsing tillögunnar var auglýst til kynningar frá 24. febrúar 2021 með athugasemdafresti til og með 17. mars 2021. Umsagnir bárust frá lögbundnum umsagnaraðilum og brugðist hafði verið við þeim við gerð tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

800 Selfoss
Landnúmer: 188511 → skrá.is
Hnitnúmer: 10073426