Viðauki við fjárhagsáætlun 2021
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 32
17. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 18. fundi frístunda- og menningarnefndar, frá 8. febrúar sl., liður 1. Uppbygging frístundamiðstöðvar í Árborg.
Kostnaður við frumhönnun var áætlaður 28 milljónir og var óskað eftir viðauka við fjárhagsáætlun til verkefnisins.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt með 5 atkvæðum. Fjórir bæjarfulltrúar D-lista greiða atkvæði gegn tillögunni.

Kjartan Björnsson D-lista lagði fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfulltrúa D-lista:

Bókun D listans um viðauka vegna frumhönnunar Frístundamiðstöðvar er vegna þeirrar aðferðar að gefa upp tölu í frumhönnina fyrirfram fremur en að gera verðkönnun eða bjóða frumhönnina út og leggja svo fyrir bæjarstjórn.