Styrkbeiðni Frískra flóamanna vegna 1.maí hlaups
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 4 árum síðan.
Bæjarráð nr. 101
21. janúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 17. fundi frístunda- og menningarnefndar frá 18. janúar sl., liður 5. Styrkbeiðni Frískra flóamanna vegna 1. maí hlaups. Lögð var fram styrkbeiðni frá hlaupahópnum Frískum flóamönnum vegna fyrirhugaðs keppnishlaups 1.maí nk. á Selfossi. Nefndin lagði til við bæjarráð að fyrirliggjandi styrkbeiðni yrði samþykkt enda rúmist hún innan fjárhagsáætlunar 2021 og að starfsmanni nefndarinnar yrði falið að klára samning við Fríska flóamenn um aðkomu sveitarfélagsins að viðburðinum.
Svar

Bæjarráð samþykkir styrkveitingu til keppnishlaups Frískra Flóamanna og fyrirliggjandi samningsdrög þar að lútandi.