Framtíðarsvæði fyrir starfsemi Sleipnis - aðalskipulag Flóahrepps og Árborgar
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 108
18. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Erindi frá hestamannafélaginu Sleipni, dags. 18. janúar, vegna framtíðarsvæðis fyrir starfsemi félagsins útfrá fyrirhuguðum breytingum á aðalskipulagi Árborgar.
Svar

Fulltrúar Hestamannafélagsins Sleipnis og Svf. Árborgar hafa átt tvo fundi á undanförnum vikum og rætt m.a. þau mál sem koma fram í erindinu frá Sleipni. Eins og hefur komið fram á þeim fundum er ekki hægt á þessari stundu að samþykkja erindið um viðbótarlandsvæði fyrir austan Gaulverjabæjarveg þar sem ekkert skipulag er til staðar á svæðinu. Viðræðum við Flóahrepp um framtíð eignarlands Árborgar í Flóahreppi er þar að auki ekki lokið. Fram hefur komið á þessum fundum að vel er tekið í erindið þó ekki sé hægt að samþykkja það á þessu stigi málsins.