Deiliskipulagsbreyting - Miðbær Selfoss
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 66
21. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir miðbæ Selfoss var auglýst frá 24. febrúar 2021, með athugasemdafresti til og með 7. apríl 2021. Alls bárust sex athugasemdir við tillögun og 4 umsagnir lögboðinna umsagnaraðila.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomnar athugasemdir og umsagnir vegna deiliskpulagsbreytingarinnar. Gerðar eru óverulegar breytingar á tillögunni til að koma á móts við athugasemdir og umsagnir. Skipulagsnefnd samþykkir skjalið "Umsagnir og athugasemdir" þar sem fjallað er um allar innkomnar athugasemdir og viðbrögð við þeim og verða svör við athugasemdum send þeim sem athugasemdir gerðu.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að breyting á deiliskipulagi verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Samþykkt samhljóða.