Deiliskipulag - Austurbyggð II
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 120
22. júlí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 73. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 14. júlí, liður 5. Deiliskipulag - Austurbyggð II.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir Austurbyggð II hafði verið auglýst og var athugasemdafrestur til og með 23. júní 2021. Ein athugasemd og umsagnir lögboðinna umsagnaraðila barst á auglýsingartíma tillögunnar. Brugðist hafði verið við innkominni athugasemd hestamannafélagsins Sleipnis og umsögnum umsagnaraðila með óverulegri breytingu á deiliskipulagstillögu. Í kjölfar athugasemda Sleipnis voru felldir út göngustígar og gróðurbelti sem sýnt var fyrir utan deiliskipulagssvæðis og því ekki sýndar neinar framkvæmdir utan skipulagðs íbúðarsvæðis skv. tillögu að aðalskipulagi. Fyrir lá að skipa starfshóp með hestamannafélaginu til þess að yfirfara og skipuleggja svæði hestamannafélagsins til framtíðar. Það var eindreginn vilji skipulags- og byggingarnefndar að vel tækist til í þeirri vinnu og framtíð hestamannafélagsins á núverandi stað yrði tryggð með góðum framtíðarmöguleikum. Ekki rétt farið með það í athugasemd hestamannafélagsins að ekkert deiliskipulag sé í gildi fyrir svæðið. Hið rétta var að deiliskipulag fyrir svæðið að hluta var í gildi og var staðfest með birtingu í b-deild stjórnartíðinda 31. mars 2006. Í kjölfar umsagnar Veðurstofunnar var uppfærður texti í greinargerð um flóðamál. Í kjölfar umsagnar Umhverfisstofnunar hafði verið skerpt á texta um vernd vistkerfa. Í kjölfar umsagnar Gagnaveitu Reykjavíkur var gert ráð fyrir lóðum fyrir tengi- og spennistöðvar. Í kjölfar umsagnar Vegagerðarinnar var veghelgunarsvæði bætt við á uppdrátt. Aðrar breytingar sem gerðar höfðu verið taka til kafla 5.5 í greinargerð þar sem texta um fjölda bílastæða var breytt m.t.t. fjölgunar þeirra, í kafla 6 var texti um lóðatöflu tekinn út og kvöð var sett á aðkomu að baklóðum raðhúsa.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Bæjarráð samþykkir tillöguna og að hún verði send til Skipulagsstofnunar til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.