Deiliskipulag - Austurbyggð II
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 2 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 66
21. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Austurbyggðar II. Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan svæðisins. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir einbýlishús, par-, rað- og fjölbýlishúsalóðum.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir kynningu frá hönnuði skipulags á næsta fundi nefndarinnar.
Samþykkt samhljóða.