Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 6. Deiliskipulag - Austurbyggð II. Lögð fram tillaga að deiliskipulagi Austurbyggðar II. Megináhersla deiliskipulagsins er að afmarka lóðir og skilgreina byggingarreiti fyrir íbúðabyggð og setja skilmála fyrir uppbyggingu innan svæðisins. Á
skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir einbýlis-, par-, rað- og fjölbýlishúsalóðum. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að
deiliskipulagstillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr.3 skipulagslaga nr. 123/2010.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir kynningu frá hönnuði skipulags á næsta fundi nefndarinnar.
Svar
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Tómas Ellert Tómasson, M-lista og Ari Björn Thorarensen, D-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.