Fréttasíða Árborgar í Dagskránni
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 104
11. febrúar, 2021
Annað
Fyrirspurn
Útgefandi Dagskrárinnar, Prentmet Oddi, hefur óskað eftir stuðningi Svf. Árborgar við prentmiðilinn í formi vikulegrar heilsíðu sem yrði vettvangur fyrir sveitarfélagið til að birta ýmsar fréttir og tilkynningar um málefni Árborgar. Heildarkostnaður af heilsíðunni gæti orðið um 4,5 milljónir á ársgrundvelli. Einnig kemur til greina að síða Árborgar myndi birtast aðra hverja viku, a.m.k. meðan reynsla er að komast á þennan vettvang og þá yrði kostnaður um helmingi minni.
Ljóst er að prentaðir fjölmiðlar eiga undir högg að sækja en eru engu að síður enn mikilvægir héraðsfréttamiðlar. Prentútgáfa Dagskráarinnar hefur skipað mikilvægan sess hér á Suðurlandi og rekur fréttamiðillin einnig fréttasíðu á netinu.
Ef af þessu samstarfi yrði þá verður lögð sérstök áhersla á að efnið á fréttasíðu Árborgar verði á ábyrgð sveitarfélagsins en ekki útgáfu Dagskrárinnar, Prentmet Odda. Óskað var eftir afstöðu bæjarráðs til þessara hugmynda.
Svar

Bæjarráð samþykkir erindi útgefanda Dagskrárinnar um birtingu Árborgarsíðu í prentmiðlinum, þó þannig að fyrirkomulagið verði að þessu sinni til reynslu í 6 mánuði og miðast við birtingu aðra hverja viku. Kostnaður af þessu er áætlaður ríflega ein milljón króna.