Beiðni um vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 33
17. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Beiðni frá Anpro ehf., dags. 2. febrúar, þar sem óskað var eftir vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.
Bæjarráð samþykkir að Anpró ehf. verði veitt vilyrði fyrir lóðinni Háheiði 15.
Gunnar Egilson, D-lista, greiddi atkvæði á móti tillögu formanns um að vilyrði yrði veitt og lét bóka eftirfarandi: "Undirritaður er ekki mótfallinn því að fyrirtækið fái úthlutað umræddri lóð en telur að gæta þurfi jafnræðis við úthlutun lóða."
Vegna mótatkvæðis flyst málið til afgreiðslu hjá bæjarstjórn.
Svar

Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.

Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfultrúa meirihlutans:

Það liggur fyrir að bæjarráð hefur ótvíræða heimild til þess að veita vilyrði fyrir lóðum í sérstökum tilfellum eins og kemur skýrt fram í 8 gr. reglna um úthlutun lóða í Svf Árborg. Í þessu tilfelli hefur umsækjandinn Anpró ehf sem er einn eigandi af Gagnheiði 35 afnotarétt af lóðinni Háheiði 15 en fyrrum eigendur Gagnheiðar 35 hafa haft afnotarétt af umræddri lóð í áratugi. Hér er um að ræða aðila sem stefna á umtalsverða uppbyggingu atvinnustarfssemi í sveitarfélaginu, því var það ákvörðun meirihluta bæjarráðs að veita vilyrði fyrir umræddri lóð m.a til þess að leitast við að standa ekki í vegi fyrir aðilum sem hafa áhuga á að koma af nýrri starfssemi í sveitarfélaginu og fjölgun starfa.
Helgi S. Haraldsson, B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista

Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt með 5 atkvæðum, 4 fulltrúar D-lista sitja hjá.