Gunnar Egilsson, D-lista, Ari B. Thorarensen, D-lista og Gísli H. Halldórsson, bæjarstjóri taka til máls.
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista tekur til máls og leggur fram eftirfarandi bókun f.h. bæjarfultrúa meirihlutans:
Það liggur fyrir að bæjarráð hefur ótvíræða heimild til þess að veita vilyrði fyrir lóðum í sérstökum tilfellum eins og kemur skýrt fram í 8 gr. reglna um úthlutun lóða í Svf Árborg. Í þessu tilfelli hefur umsækjandinn Anpró ehf sem er einn eigandi af Gagnheiði 35 afnotarétt af lóðinni Háheiði 15 en fyrrum eigendur Gagnheiðar 35 hafa haft afnotarétt af umræddri lóð í áratugi. Hér er um að ræða aðila sem stefna á umtalsverða uppbyggingu atvinnustarfssemi í sveitarfélaginu, því var það ákvörðun meirihluta bæjarráðs að veita vilyrði fyrir umræddri lóð m.a til þess að leitast við að standa ekki í vegi fyrir aðilum sem hafa áhuga á að koma af nýrri starfssemi í sveitarfélaginu og fjölgun starfa.
Helgi S. Haraldsson, B-lista
Eggert Valur Guðmundsson, S-lista
Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista
Sigurjón V. Guðmundsson, Á-lista
Tómas Ellert Tómasson, M-lista
Tillagan er borin undir atkvæði og er samþykkt með 5 atkvæðum, 4 fulltrúar D-lista sitja hjá.