Stíghústún Stokkseyri - beiðni um að fá landið leigt eða keypt
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 63
10. mars, 2021
Annað
Fyrirspurn
Á fundi bæjarráðs 25. febrúar sl. var tekin fyrir beiðni um að fá landið Stíghústún á Stokkseyri leigt eða keypt. Bæjarráð óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um erindið í ljósi byggingaáforma sem þar er lýst. Sérstaklega verði tekin afstaða til þess hvort áformin samræmist skipulagi svæðisins og þróun byggðar.
Svar

Umrætt svæði er skilgreint sem frístundahúsasvæði í gildandi aðalskipulagi Árborgar 2010-2030. Ekkert deiliskipulag fyrir frístundabyggð hefur verið unnið á svæðinu. Komi til þess að deiliskipulag verði unnið mun sveitarfélagið auglýsa þær lóðir lausar til úthlutunar. Því leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að beiðni um kaup á landi verði hafnað.

Erindinu hafnað.