Fyrirspurn
Tillaga frá 62. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 24. febrúar sl., liður 5. Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi.
Meginmarkmið deiliskipulagsins er að skilgreina íbúðarlóð fyrir nýjan íbúðarkjarna á Selfossi, þar sem gert er ráð fyrir 6-9 íbúðum á vegum Bergrisans / Ás styrktarfélags. Staðsetning íbúðarkjarnans við Nauthaga hefur verið valin með þær forsendur í huga, sem eru m.a.
aðgengi, nálægð við þjónustu og útivistarsvæði, gott aðgengi o.fl.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að deiliskipulagslýsing yrði kynnt fyrir almenningi og óskað umsagna umsagnaraðila í samræmi við 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.