Deiliskipulag íbúðarkjarna - Nauthagi
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 79
20. október, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga að deiliskipulagi var auglýst frá 25. ágúst 2021, með athugasemdafresti til og með 6. október 2021. Tillagan tekur til nýrrar lóðar við Nauthaga 2 á Selfossi. Markmið deiliskipulagsins er að byggja upp íbúðar- og þjónustukjarna með 6-8 íbúðum vegna sértækra búsetuskilyrða sem Bergrisinn bs. mun standa að.
Svar

Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar. Umsagnir hafa ekki borist frá lögbundnum umsagnaraðilum. Með fyrirvara um jákvæðar umsagnir umsagnaraðila og að þær leiði ekki til breytinga á tillögunni, leggur skipulags- og byggingarnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.