Deiliskipulagsbreyting
Þykkvaflöt 3
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 41
1. desember, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga af 80. fundi skipulags- og byggingarnefndar frá 3. nóvember, liður 20. Deiliskipulagsbreyting - Þykkvaflöt 3-9
Bæjarstjórn Árborgar samþykkti á fundi sínum 18. ágúst 2021 að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu fyrir Þykkvaflöt 3-9 á Eyrarbakka. Tillagan var auglýst í Fréttablaðinu, Lögbirtingarblaði og Dagskránni þann 8. september 2021, og var gefin frestur til athugasemda til 20. október 2021. Engar athugasemdir bárust á auglýsingartíma tillögunnar.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt og send Skipulagsstofnun til yfirferðar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.

820 Eyrarbakki
Landnúmer: 196131 → skrá.is
Hnitnúmer: 10001026