Fyrirspurn
Á fundi eigna- og veitunefndar 6. júlí sl. var farið yfir gögn er vörðuðu fyrirhugað útboð í jarðvinni vegna nýrrar hreinsistöðvar við Geitanes og fól nefndin sviðsstjóra að bjóða út jarðvinnu vegna nýrrar hreinsistöðvar í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Útboðinu er lokið með eftirfarandi niðurstöðu:
Tilboð í verkið Útrás og jarðvinna hreinsistöðvar.
Eftirfarandi tilboð bárust í verkið:
Þjótandi ehf 145.575.800 kr. - 62,8% af kostnaðaráætlun.
Stórverk ehf 152.528.500 kr. - 65,8% af kostnaðaráætlun.
Borgarverk ehf 167.234.000 kr. - 72,1% af kostnaðaráætlun.
Gröfutækni ehf 179.892.500 kr. - 77,5% af kostnaðaráætlun.
Kostnaðaráætlun 231.980.000 kr. öll verð með vsk.
Lagt er til við bæjarráð að fela sviðsstjóra að ganga til samninga við lægstbjóðanda svo fremi sem hann uppfylli kröfur útboðsgagna.