Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 1. Óveruleg breyting á deiliskipulagi - göngustígur. Tillaga að óverulegri breytingu á deiliskipulagi 4. áfanga Fosslands og varðar göngustíg milli Lækjarbakka og Starmóa. Erindið hefur verið grenndarkynnt og var athugasemdafrestur til og með 7. apríl. Ein athugasemd barst við tillöguna.
Skipulags- og byggingarnefnd fer yfir innkomna athugasemd við grenndarkynningu. Athugasemdin snýr að breyttri legu göngustígar um opið svæði og lagst er gegn því að því verði raksað. Einnig tekur athugasemd yfir aukna umferð fólks um svæðið sem muni valda ónæði fyrir aðliggjandi húseigendur. Skipulagsnefnd fellst ekki á rökfærslur í athugasemd. Í þéttbýli eru lagðar gönguleiðir víðsvegar um íbúðarhverfi og ólíklegt er að umferð um gönguleiðir valdi ónæði fyrir íbúa. Með breyttri legu göngustígs og aðkomu frá Kjarrmóa og Starmóa er verið að auka möguleika íbúa til heilbrigðrar útivistar og góðra gönguleiðatenginga. Til að koma til móts við hluta af athugasemd, samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að lega göngustígs verði færð lítillega til austurs, nær miðju svæðisins. Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að óveruleg breyting á deiliskipulagi yrði samþykkt í samræmi við 43. gr.2 skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar
Sigurjón Vídalín Guðmundsson, Á-lista, Gunnar Egilsson, D-lista, Kjartan Björnsson, D-lista og Tómas Ellert Tómasson, M-lista taka til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.