Hestamannafélagið Sleipnir - Ósk um þarfagreiningu og rammaskipulag
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 65
7. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Guðbjörg Guðmundsdóttir f.h. skipulagsnefndar hestamannafélagsins Sleipnis, óskar eftir því að sveitarfélagið láti gera þarfagreiningu og rammaskipulag fyrir svæði hestamannafélagsins.
Svar

Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fyrir erindið. Nú þegar hefur verið samþykkt að stofna vinnuhóp varðandi framtíðarskipulag svæðisins. Þegar hópurinn verður skipaður mun verða óskað eftir fulltrúa úr skipulagsnefnd Sleipnis til þátttöku í hópnum.
Samþykkt samhljóða.