Fyrirspurn
Tillaga frá 111. fundi bæjarráðs, frá 15. apríl, liður 6. Planitor - vöktunarkerfi mála.
Tillaga frá 65. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 7. apríl, liður 15. Planitor - vöktunarkerfi mála.
Lagt var fram til kynningar tilboð í vöktunarkerfi mála. Íbúar geta með kerfi Planitor gerst áskrifendur að ákveðnum málum og fengið sendar upplýsingar þegar málsnúmer koma fram í fundargerðum sveitarfélagsins.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að gengið yrði til samninga við Planitor um vöktunarkerfi mála. Nefndin telur það til mikilla hagsbóta fyrir íbúa, umsóknaraðila og framkvæmdaaðila, að geta skráð sig sem áskrifendur á mál og þannig fylgst náið með afgreiðslu þeirra í gegnum ferli stjórnsýslunnar.
Bæjarráð samþykkti að gengið yrði til samninga við Planitor um vöktunarkerfið. Kostnaður er áætlaður 1,5 m.kr. og mánaðarlegur kostnaður 40.900,-
Upptaka Planitor lausnarinnar er stórtskref í aukinni Íbúaþátttöku/íbúalýðræði. Þessi leið er einnig líkleg til að styrkja góða stjórnsýslu með mikilvægu aðhaldi íbúa.