Miðtún - Umsókn um framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 112
29. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 66. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 21. apríl, liður 22. Miðtún - umsókn um framkvæmdaleyfi til nýtingar borholu.
Jón Sæmundsson f.h. Selfossveitna bs. sækir um framkvæmdaleyfi vegna virkjunar á borholunni SE-35, lagfæringar á aðkomuvegi, framkvæmdir við borholuhús og tilheyrandi framkvæmdir vegna lagna, að og frá, fyrir væntanlega heitavatnsvinnsluholu Selfossveitna skv. meðfylgjandi erindi.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarráð að framkvæmdaleyfisumsókn yrði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Miðtúns 1, 3, 5, 7, 9, 9a, 11, 11a, 13, 15 og 17.
Svar

Bæjarráð samþykkir að framkvæmdaleyfisumsókn verði grenndarkynnt í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Miðtúns 1, 3, 5, 7, 9, 9a, 11, 11a, 13, 15 og 17.