Málið var áður tekið fyrir á 68. fundi skipulags- og byggingarnefndar, þar sem afgreiðslu var frestað og skipulagsfulltrúa falið að ræða við umsækjanda varðandi hugsanlega staðsetningu hússins m.t.t. fjarlægðar frá götu.
Svar
Uppfærð hönnunargögn hafa borist. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Grenndarkynnt verði fyrir eigendum Ránarbakka og Lónsbakka. Samþykkt samhljóða.