Eggjataka í nágrenni Friðlands við Flóa
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarráð nr. 112
29. apríl, 2021
Annað
Fyrirspurn
Óseyrarnes, sunnan Eyrarbakkavegar og vestan Eyrarbakka, er varpland ýmissa fuglategunda, meðal annars hettumáfs, jaðrakans, tjalds og andfugla. Áhugi er fyrir því að Friðland í Flóa verði stækkað í náinni framtíð og nái yfir Óseyrarnes. Fuglavernd hefur vakið athygli á að gerðar eru út ferðir til að tína egg hettumáfs á svæðinu með skipulegum hætti.
Svar

Bæjarráð samþykkir bann við eggjatöku í Óseyrarnesi, sunnan Eyrarbakkavegar og vestan Eyrarbakka, nema með sérstöku leyfi landeiganda, sem er Sveitarfélagið Árborg.
Mannvirkja- og umhverfissviði er falið að setja upp skilti á svæðinu þannig að bannið komist skýrt til skila.