Deiliskipulagsbreyting
Jórvík 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Bæjarstjórn nr. 39
15. september, 2021
Annað
Fyrirspurn
Tillaga frá 76. fundi skipulags- og byggingarnefndar, frá 8. september, liður 7. Deiliskipulagsbreyting - Jórvík 1.
Afgreiðslu erindisins var frestað á 75. fundi skipulags- og byggingarnefndar. Lögð var fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Jórvík 1. Markmið breytingarinnar var að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerði ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra fjölbýlishúsa yrði hækkað og heimilað yrði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu mun fjölga úr 144 í 228.
Skipulags- og byggingarnefnd lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði samþykkt til auglýsingar í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Svar

Ari B. Thorarensen, D-lista tekur til máls.
Tillagan er borin undir atkvæði og samþykkt samhljóða með 9 atkvæðum.