Deiliskipulagsbreyting
Jórvík 1
Síðast tekið fyrir á fundi fyrir 3 árum síðan.
Skipulags og byggingarnefnd nr. 67
5. maí, 2021
Annað
Fyrirspurn
Lögð er fram tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Jórvík 1. Markmið breytingarinnar er að bæta nýtingu byggingarlands og innviða en minnka vægi bílastæða og umferðar á svæðinu. Tillagan gerir ráð fyrir að nýtingarhlutfall einstakra fjölbýlishúsa verði hækkað og heimilað verði aukinn fjöldi íbúða á svæðinu. Fjöldi íbúða á svæðinu mun fjölga úr 144 í 228.
Svar

Hermann Ólafsson landslagsarkitekt kemur til fundar og kynnir deiliskipulagsbreytingu fyrir nefndarmönnum. Skipulagsnefnd þakkar fyrir kynninguna. Afgreiðslu málsins frestað og skipulagsfulltrúa falið að afla frekari gagna varðandi m.a. þéttleika byggðar og fjölda bílastæða innan hverfisins.
Samþykkt samhljóða.  GestirHermann Ólafsson - 08:45