Fyrirspurn
Á 115. fundi bæjarráðs, frá 27. maí, liður 12, var tekin fyrir tillaga um breytingu á kjördeildum í Sveitarfélaginu Árborg.
Íbúum í Sveitarfélaginu Árborg hefur fjölgað mikið á undanförnum árum og af þeim ástæðum er orðið æskilegt að gerðar verði breytingar á kjördeildum. Gott væri að ná niðurstöðu um slíkar breytingar á fundi bæjarstjórnar þann 9. júní næstkomandi þannig að þær taki gildi fyrir komandi alþingiskosningar. Mikilvægt er að breytingar á kjördeildum verði auglýstar mjög vel og tímanlega fyrir kosningar.
Tillaga lögð fram á breytingu á kjördeildum. Bæjarráð vísaði tillögunni til umfjöllunar í yfirkjörstjórn.
Í umsögn yfirkjörstjórnar er lagt til að fyrir komandi Alþingiskosningar verði kjósendur í Sandvíkurhreppi hinum forna skráðir í kjördeild á Stokkseyri, ca. 137 kjósendur og að kjósendur í Tjarnarbyggð sæki kjörstað á Eyrarbakka, tæplega 100 kjósendur. Með því náist betri nýting á starfsmönnum í kjördeildum á ströndinni. Að öðrum kosti þurfi að taka til skoðunar að stofna fimmtu kjördeildina á Selfossi sem hefði í för með sér þörf á frekari mönnun með tilheyrandi kostnaði.
Lagt er til að tillaga yfirkjörstjórnar verði samþykkt.